R3-Ráðgjöf ehf.
     Síðumúla 33
     108 Reykjavík
     Sími: 588-5800
     Netfang: r3@r3.is
     Veffang: www.r3.is
     Kt.: 680807-2210

STEFNUMÓTUN TIL ÁRANGURS
Í allri starfsemi fyrirtækja er mikilvægt að fylgja skýrri stefnu.  Hver rekstrareining getur mótað sína eigin stefnu en hún þarf að vera í fullu samræmi við stefnu heildarinnar.  Vel ígrunduð stefna og útfærsla hennar styrkir starfsemina, gerir hana markvissari og gefur möguleika á forskoti í síharðnandi samkeppni.

Áherslur R3-Ráðgjafar í stefnumótun til árangurs er einkum:

Mótun skýrrar stefnu - bæði heildar og einstakra eininga.
Stjórnskipulag sem leiðir að árangursríkri framkvæmd stefnunnar.
Árangursmarkmið og árangursmælingar.
Kynning og innleiðing stefnu og stjórnskipulags.
Mat á árangri.
Lærdóms- og umbótaferli.