R3-Ráðgjöf ehf.
     Síðumúla 33
     108 Reykjavík
     Sími: 588-5800
     Netfang: r3@r3.is
     Veffang: www.r3.is
     Kt.: 680807-2210

MAT Á ÞJÓNUSTUGÆÐUM OG AÐRAR ÁRANGURSMÆLINGAR
Árangursmælingar eru nau-ðsynlegar svo meta megi hversu vel hefur tekist að ná tilætluðum árangri.  Þannig er hægt að greina styrkleika og veikleika í rekstri og grípa til nauðsynlegra umbótaaðgerða.

Hvað er það sem segir okkur að tiltekin starfsemi uppfylli tilætluð þjónustugæði?

Talað er um að markmið um þjónustugæði náist þegar þjónustan mætir þörfum viðskiptavinarins/þjónustuþegans.  En er rétt að mæta öllum þjónustuþörfum hvað sem það kostar?  Það sem er mikilvægast er að þekkja þarfirnar og beina fjármagni í þá þætti sem mest skipta máli til aukinnar ánægju þjónustuþega.

R3-Ráðgjöf notar viðurkenndar aðferðir og líkön við árangursmælingar og við mat á þjónustugæðum.